Öll áföll, hvort sem þau eru andleg, líkamleg, tilfinningaleg eða tengjast mannlegum samskiptum, hafa áhrif á líkamann. Heilun eftir áfall hefst í líkamanum. Líkaminn er ítarleg heimild um reynslu okkar á lífsleiðinni og það er því nauðsynlegt að taka mið af líkamanum í heilunarferlinu.

-David Berceli, Ph.D.

Losaðu um streitu: Helgarnámskeið í EMDR hópameðferð og TRE

 

Ertu að upplifa mikla streitu, kvíða eða verki sem halda aftur af þér? Langar þig að losna undan oki streitu og finna meiri ró, orku og tengingu við sjálfa/n þig?

Á þessu hnitmiðaða helgarnámskeiði býðst þér einstakt tækifæri til að læra og upplifa kröftugar aðferðir sem hjálpa þér að losa um streitu og styðja þig í átt að bata og vellíðan.

Hvað færðu á námskeiðinu?

  • EMDR hópameðferð: Aðferð sem hjálpar þér að vinna úr erfiðum minningum og tilfinningum, sem oft liggja að baki streitu og kvíða. Við notum öruggt og styðjandi hópaumhverfi til að hámarka ávinninginn og hjálpa þér að minnka streituvalda.
  • TRE (Trauma and Tension Releasing Exercises): Lærðu einfaldar líkamsæfingar sem virkja náttúrulega skjálftavirkni líkamans til að losa um djúpstæða spennu og áföll sem geymd eru í vöðvum og taugakerfi. Upplifðu léttir og meiri slökun.
  • Öndun og bandvefslosun: Lærir virkni öndun sem róar taugakerfið og bæti svefn. Einnig aðferðir til að losa um spennu í bandvef, sem getur haft mikil áhrif á líkamlega og аndlega líðan og hjálpað þér að draga úr streitu.

Þetta námskeið er hannað fyrir þig sem:

  • Upplifir alvarleg eða viðvarandi einkenni streitu og hefur ekki náð árangri með öðrum aðferðum.
  • Vilt vinna í gegnum tilfinningalegar kveikjur, neikvæð viðhorf og líkamleg einkenni sem trufla daglegt líf.
  • Finnur að vikulegir meðferðartímar henta ekki vegna annríkis.
  • Vilt losa um streitu og draga úr kvíða.
  • Vilt vinna úr áföllum sem valda spennu.
  • Vilt efla sjálfsþekkingu og líkamsvitund.
  • Vilt finna meira jafnvægi og innri ró.
  • Vilt auka orku og vellíðan í daglegu lífi.

Við leggjum áherslu á öryggi, virðingu og stuðning í litlum hóp. Þú færð verkfæri sem þú getur nýtt þér eftir námskeiðið til að viðhalda vellíðan.

Er tími til kominn að fjárfesta í sjálfri/sjálfum þér og losa um streituna?

Skráðu þig í dag og taktu fyrsta skrefið í átt að rólegra og orkumeira lífi.

Næsta þriggja daga námskeið

Föstudagur 14. nóvember, 2025 

kl. 13.00 -17.00

Laugardagur 15. nóvember, 2025   

            kl. 9.00 - 17.00

Sunnudagur 16. nóvember, 2025 

               kl. 10.00 - 16.00

Verð: 129.000 kr

Nánari upplýsingar og skráning: Sigríður Björnsdóttir hjá  [email protected]

Nánari dagskrá er send á þátttakendur eftir skráningu

Staðsetning:

Yogavin, Grensásvegi 16, 108 Reykjavík.

"Algjörlega magnað námskeið. Trúi varla hvað það gerði mér rosalega mikið gott. Þið eruð magnaðar í ykkar starfi. "


"Frábært námskeið. Mjög gagnlegt og góð verkfæri í kistuna mína. Góðir leiðbeinendur."


"Áhrifamikið námskeið fyrir sál og líkama. Verkfæri til að ná ró og frið og tengjast sjálfum sér betur, sem eru raunveruleg og gagnleg."


"Þeim Siggu og Svövu tókst að skapa ótrúlega gott andrúmsloft á námskeiðinu. Allir upplifðu líka persónulega nálgun og að það væri hlúð að hverri og einni, þó svo að um hópnámskeið væri að ræða. Mjög fagleg nálgun en einnig mjög hagnýt. Gott að taka bjargráðin saman í lokin og gott að byrja að vinna saman að leiðarljósum námskeiðsins. Þetta er klárlega námskeið sem ég á eftir að nýta mér í framtíðinni. Hlakka til þess. Takk fyrir mig."


"Í stuttu máli bæði áhugavert og árangursríkt námskeið. Fræðilegt, faglegt, mannlegt og skemmtilegt. Ég fann fyrir ástríðu frá Siggu og Svövu fyrir viðfangsefninu, þekking þeirra mikil og ekki síður var hversu mikla umhyggju þær sýndu þátttakendum. Hópurinn sjálfur var frábær og mikil samkennd. Ég mun mæla með þessu námskeiði við aðra. "


"Ég vissi ekki hverju ég átti að búast við af þessu námskeiði. Það fór fram úr björtustu vonum. Hópurinn góður og leiðbeinendur góðir. "


"Góð handleiðsla og mjög greinilegt að Svövu og Siggu er mjög annt um hópinn. Ég var hrædd um að sitja eftir með rót í huga eftir EMDR meðferðina en það reyndist ástæðulaust."


"Mér fannst gott hversu nærgætna, glaðar, uppörvandi, jákvæðar, klárar, yfirvegaðaqr og sterkar kennararnir eruð. Traustar og reynslumiklar, gefandi og allt. Að fá tækifæri til að eignast verkfeæri til að hjálpa sér í daglegu lífi til að minnka streitu og aðra vanlíðan í kroppnum. ÉG er þakklát mér að hafa komið mér hingað á þetta námskeið. Einnig afar þakklát ykkur. "


"Námskeiðið er bara fullkomið og þið gefið svo mikið af ykkur, hafið dásamlega nærveru og orku og staðurinn róandi og góð áhrif á mann. Svo þakklát fyrir að það er fólk eins og þið að deila reynslu og þekkingu okkur til góðs, batnaðar og betri líkamlegrar og andlegrar líðunar. Þetta mun nýtast mér mjög vel, finnst eins og ég hafi upplifað eitthvað yfirnáttúrulegt."


"Djúp og falleg nálgun. Mikið lagt upp með að skapa öruggt rými sem er ákaflega mikilvægt, lykilatriði. Gott að hvetja okkur að fara hægt með mildi og þolinmæði. Gott að þurfa endurtekið að fara inná við og meta sitt ástand á streituskala. Ófullkomnun, ekki hægt að gera vitlaust, mikilvægt að nefna. Allir með rödd, allir mikilvægir."


HVAÐ ER EMDR HÓPAMEÐFERÐ?

EMDR hópameðferð er frábrugðin hefðbundinni hópameðferð að því leyti að þátttakendur vinna sjálfstætt og ræða ekki áfallasögu sína við aðra. EMDR hópameðferð krefst ekki að aðilar í hópnum séu að vinna með sama vanda. Þannig forðast einstaklingar hvers kyns aukakveikjur, komast framhjá mögulegum félagslegum kvíða sem tengist því að tala í hópi og hagnast af þeim jákvæða ávinningi sem sameiginleg hópaupplifun getur verið (Yalom, 1970).

 

Sigríður Björnsdóttir M.Sc. Sálfræðingur, EMDR meðferðaraðili og handleiðari

Sigríður hefur starfað á einkareknum sálfræðistofum frá útskrift M.Sc í sálfræði frá HR 2018. Hún er í reglulegri handleiðslu bæði hjá íslenskum og erlendum handleiðurum og tekur markvisst þátt í þjálfun og endurmenntun á EMDR meðferðarforminu og mikilvægri sérhæfingu því tengdu.Hún sérhæfir sig í úrlausn áfalla, bæði flókinna áfalla og vegna áfallastreituröskunar auk almennrar sálfræðiþjónstu. Nánari upplýsingar um Sigríði og EMDRsetrinu hér.

HVAÐ ER TRE?

TRE® (Tension, Stress & Trauma Release) er leið til að hjálpa líkamanum að losa um spennu, streitu og áföll sem liggja djúpt í vöðvum líkamans. Leiðin er þróuð af Dr. David Berceli PhD til að virkja náttúruleg viðbrögð líkamans á öruggan hátt með því að leyfa líkamanum að skjálfa eða titra til að losa um vöðvaspennu og róa taugakerfið. Með því að virkja þessi náttúrulegu viðbrögð líkamans í öruggu umhverfu, er verið að hvetja líkamann til þess að endurheimta jafnvægi sitt og ná slökun eftir langvarandi streitu.

 Vottaður TRE Leiðbeinandi

Svava Brooks hefur unnið með TRE ráðgjöf síðan 2017 og bandvefslosun síðan 2024.

Svava hefur unnið með sjálfshjálparhópa á vegum einkafyrirtækja, stofnana og grasrótarsamtaka síðastliðinn 9 ár, við forvarnir gegn kynferðisofbeldi síðastliðinn 15. ár. Svava býður upp á fræðslu og námskeið um áhrif streitu og áföll á heilsu og líðan, fyrir fyrirtæki og stofnannir. Svava er að ljúka 2025 TRE trainer vottun og tekur reglulega þátt í frekari þjálfun í TRE, og síðast hefur setið námskeið til að kenna börnum TRE. Hægt er að fræðast meira um Svövu og TRE á heimasíðu hennar: svavabrooks.com/tre

Til undirbúnings fyrir þetta helgarnámskeið bjóðum við upp á stutt spjall þar sem við svörum spurningum um námskeiðið. 

Sendu á okkur nafn og netfang og við höfum samband við þig!

Ertu með spurningar?

"The inner development of compassion caring and sensitivity to the pain of humanity emerges as a result of recovering from one's own painful experiences of life."

David Berceli, Creator of TRE®
Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.