TRE® Bæklingur
Þessi bæklingur er skrifaður af Dr. David Berceli og útskýrir vel TRE ferlið. Bæði fræðin á bak við TRE, allar æfingarnar sem við notum til að setja ferlið af stað og hvernig við stýrum ferlinu.

Eftir greiðslu færðu sendann tölvupóst sem þú svarar með heimilisfanginu sem þú vilt að ég sendi bæklinginn.
TRE er einfalt en öflugt og er því mikilvægt að fara hægt af stað. Það getur tekið 3-6 skipti að ná góðum tökum á aðferðinni. Ef þú finnur fyrir einhverju óöryggi með ferlið, þá mæli ég með því að koma í einkatíma eða á námskeið. Upplýsingar um næstu námskeið hér. https://www.svavabrooks.com/tre
Hvað er TRE®?
TRE® (Tension, Stress & Trauma Release) er einföld en öflug leið til að hjálpa líkamanum að losa um spennu, streitu og áföll sem liggja djúpt í vöðvum líkamans. Leiðin er þróuð af Dr. David Berceli, til að virkja náttúruleg viðbrögð líkamans á öruggan hátt með því að leyfa líkamanum að skjálfa eða titra þannig að losni um vöðvaspennu og taugakerfið róist. Með því að virkja þessi náttúrulegu viðbrögð líkamans, þ.e. með því að skjálfa og titra, í öruggu og stýrðu umhverfu, er verið að hvetja líkamann til þess að ná aftur fyrra jafnvægi, eða að nálgast slökun eftir langvarandi spennu.
Ef þú hefur einhverjar spurningar hafðu samband. svava at svavabrooks.com