Sjálfsmildi er Fyrir Alla

Fjölmargar rannsóknir sýna að sjálfsmildi hefur jákvæð áhrif. Með sjálfsmildi verður auðveldara að sýna hugrekki, setja mörk, finna eigin styrk og hvatningu til að ná markmiðum.

Sjálfsmildi styrkir og þroskar sjálfstraust í lífi og starfi, sem leiðir til aukinnar hæfni, eykur áherslu á nám, vellíðunnar og skilvirkni.

Sjálfsmildi Spil

Spilin innihalda 72 staðfestingar sem styðja markmið þitt að efla sjálfsmildi – eftir 72 daga ertu búin að styrkja tenginguna við sjálfan þig, líkamann þinn, taugakerfið þitt - hjartað þitt. 4990 kr.

Settu in nafn og netfang og ég sendi á  þig póst fljótlega með bankaupplýsingum. Við greiðslu sendir þú á mig, hvaða lit þú vilt og hvort þú vilt sækja eða fá sent! 

Innan viku færðu spilin og hjartað sent til þín!

Pantaðu spilin í dag!

Sent með Dropp eða sótt í Hlíðarsmára 14, Kóp.

Með hönd á hjarta ertu að spyrja sjálfan þig:

Er ég að dæma mig eða sýna mér mildi? Er ég tengd/ur eða finnst mér ég vera ein/n? Manstu að þú ert hluti af stórum hóp - mannkynið? Er ég í núvitund, hér og nú, fætur á jörðinni eða á fullu að plana framtíðina eða föst í fortíðinni í þeytivindunni í höfðinu?

Með hönd á hjarta, hægðu á öndun, taktu eftir snertingunni og hlýjunni. Eftir nokkrar mínútur finnur þú fyrir meiri ró. Hægt og rólega hefur þessi einfalda æfing áhrif og þú ferð að finna fyrir breytingum. Eitt augnablik í einu.

Ef þú vilt læra sjálfsmildi og áhrif streitu á taugakerfið, losna við króníska spennu og verki úr líkamanum kíktu á námskeiðin sem eru í boði svavabrooks.com/TRE

Dragðu eitt spil á dag og settu hjartasteinn í vasann

Með daglegum ásetning ertu að taka mikilvægt skref í að mæta sjálfum þér með sömu mildi og þú mætir þínum besta vin/vinkonu. Sérstaklega þegar á reynir!
Panta spilin

Um Spilin:


Poki með 72-bleikum eða gráum spjöldum og litlu hjarta,  4.990 kr

Stokknum  fylgja leiðbeiningar og þú færð sent á netfangið þitt kaupauka til að styðja þig í að ná markmiðinu þínu. Að þjálfa þig í sjálfsmildi!

Það er hægt að sækja spilin eða fá sent með Dropp. Sendingar kostnaðurinn er 1450 kr.

Pantaðu spilin hér á síðunni eða sendu á mig skilaboð á samfélgasmiðlum!

Sjálfsmildi inniheldur þrjá lykilþætti:

1. Að við komum fram við okkur sjálf með sömu góðvild eins og vini okkar.

2. Viðurkenna að við erum hluti af mankynninu og að við erum öll ófullkomin.

3. Viðurkenna og samþykkja að þjáning er hluti af lífinu.

Dr. Kristin Neff , Self-Compassion

Svava Brooks

Hvaða áhrif hefur sjálfsmildi? Sjálfsmildi hefur jákvæð áhrif á líðan fólks. Þeir sem sýna sér samúð eru líklegri til að vera hamingjusamir, bjartsýnir og ánægðari með lífið. Þeir hafa stöðuga sjálfsvirðingu, þakklæti fyrir líkama sinn og betri tilfinningagreind. Sjálfsmildi stuðlar einnig að því að styrkja fólk í mótlæti. Hún hjálpar einstaklingum að vera sterkir og seigir, taka ábyrgð og sýna samviskusemi.

Ef þú hefur komið á TRE námskeið eða í einkatíma þá ertu búin að læra hversu öflugt þetta einfalda verkfæri er. Sjálfsmildin breytti öllu hjá mér og gerir enn þann dag í dag og það byrjaði með hönd á hjarta!

Hlakka til að deila þessum boðskap með fleirum!

Kærleikskveðja 💕

Með hönd á hjarta!
Svava