29.900,00 ISK

TRE® Hópnámskeið

TRE® byggir á þeirri grundvallarhugmynd, sem studd er nýlegum rannsóknum, að streita, spenna og áföll séu bæði andleg og líkamleg. Ósjálfráður vöðvaskjálfti samkvæmt TRE® framkallar almennt þægilegar og róandi tilfinningar. Margir einstaklingar lýsa tilfinningu um vellíðan og friðsæld eftir að hafa prófað TRE®.  

Áhrif:

  • Minnkar áhyggjur og kvíða
  • Dregur úr einkennum áfallastreituröskunnar
  • Eykur orku og þrek
  • Bætir parasambönd
  • Minnkar streitu á vinnustað
  • Bætir svefn
  • Minnkar vöðva- og bakverki
  • Eykur sveigjanleika
  • Aukin „tilfinningaseigla“
  • Dregur úr áhrifum óbeinna áfalla
  • Græðir gömul meiðsli
  • Dregur úr kvíða í tengslum við alvarleg veikindi 
  • Minnkar átök í samböndum
  • Bætir líðan þeirra sem glíma við langvarandi sjúkdómsástand

Nánari upplýsingar um námskeiðið gefur Svava hjá [email protected] 

Eftir skráningu færðu sendan spurningarlista og upplýsingar um hvernig best er að undirbúa þig fyrir námskeiðið.  

Hvenær:

Fimmtudagar, 6. 13. 20. og 27. júní. 

Tími: Hver tími er 90 mínútur

Kl. 16.15 - 17.45

 Staðsetning:

Heillandi hugur - Fræðslu og heilsusetur 

Hlíðasmári 14 - Jarðhæð, Kópavogur

Verð: 29.900 kr 

Lokað fyrir skráningar 4. júní, 2024

Takmarkað pláss.

Ef þú ert búin að koma á byrjenda-námskeið og hefur áhuga á framhaldsnámskeiði. sendu á mig til að nálgast nánari upplýsingar.

ath. Vegna takmarkanna á skráningum er beiðni um endurgreiðslu frádregin 7.000 kr skráningargjaldi.

Leiðbeinandi:

Svava Brooks er vottaður TRE leiðbeinandi síðan 2017. 

Fyrir nánari upplýsingar og svör við spurningum vinsamlegast sendið á email Svava Brooks at: svava at svavabrooks.com 

Umsagnir:

Mjög áhugavert námskeið sem gefur manni verkfæri til að hjálpa líkamanum að losa um djúpa spennu og streitu sem hefur safnast saman eftir ýmis áföll. Það eru fáir á hverju námskeiði sem gerir það að verkum að það er tími fyrir alla að spyrja að vild og deila upplifun. Mæli klárlega með!

Gunna Húnfjörð

TRE hjálpaði mér að læra að meta eigin líðan og nota ég streituskalann oft á dag til að ákveða næstu skref í deginum. Ef ég finn að ég er að nálgast sjöu þá tóna ég mig niður og reyni td. að tala mun minna og róa mig niður. Maður er meira tengdur inn á við og ég reyni núna að passa 100% upp á heilsuna með aðstoð streituskalans. Ég afboða hiklaust matarborð eða vinkonu hittinga ef líkaminn minn segir mér að ég sé ofarlega í skalanum. Þetta hef ég aldrei gert áður, maður hefur alltaf keyrt sig áfram á tómum tanki!

Ásta M.

Lærdómsríkt námskeið sem hefur hjálpað mér að tengjast líkamanum mínum betur og losa um spennu. Svava er yndislegur leiðbeinandi, með góða nærveru og kemur efninu mjög vel frá sér. Mæli eindregið með þessu námskeiði!

Sandra

TRE námskeiðið var frábær reynsla. Ég öðlaðist nýjan og dýpri skilning í að hlusta á mörkin mín og fara eftir þeim. Mér leið öruggri undir handleiðslu Svövu og kunni virkilega vel að meta áherslur hennar á að skapa innra öryggi til þess að geta átt greiðari aðgang að sjálfri mér.

María Arnardóttir

Sá þetta TRE námskeið auglýst fyrir tilviljun og það vakti athygli mína þar sem ég hafði stuttu áður velt því fyrir mér hvort ákveðnir verkir, til margra ára, spenna, streita og kvíði væru eitthvað sem ég hreinlega geymdi í líkamanum og gætu m.a. tengst áföllum. Ég mætti því forvitin á þetta námskeið, en ekki með neinar væntingar, ákvað samt að vera opin fyrir þess og gefa þessu tækifæri. Það virkaði vel á mig hvað leiðbeinandinn, hún Svava var einlæg, tilgerðarlaus og kom efninu skýrt og áreynslulaust frá sér. Þegar ég vaknaði morgunin eftir fyrsta dag námskeiðsins, tók ég strax eftir að ég var miklu afslappaðri en venjulega og djúpstæð kyrrð og ró var innra með mér. Ég var líka með mun minni verki í líkamanum allan þennan dag. Ég mætti því full af áhuga í næsta tíma og heyrði þar fleiri segja frá svipaðri reynslu. Þessi frábæra tækni er verkfæri sem ég mun nýta mér í framtíðinni og er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast TRE.

Guðrún Vilhjálmsdóttir

Ėg var á TRE byrjendanámskeiði hjá Svövu Brooks og það kom mér á óvart hversu vandaður leiðbeinandi hún er. Hún náði að tengja mig svo vel í jarðtengingu og ró og hjálpa mér að losa spennu úr líkamanum. Einnig var viðhorf hennar svo hvetjandi og uppbyggjandi. Hún hefur náð langt að vinna með sjálfa sig og hefur því mjög dýrmæta reynslu og þekkingu að veita öðrum.

Melkorka Edda Freysteins