65.000,00 ISK

LÍKAMINN MAN

HÓPNÁMSKEIÐ

EMDR hópmeðferð og TRE®

19. - 21. Janúar 2024 á Akureyri

Á þessu gagnvirka námskeiði fær þátttakandinn tækifæri til að vinna með og auka við eigin þekkingu og færni fyrir eigin heilsu. Afleiðingar áfalla og streituvaldar eru meðal viðfangsefna okkar í námskeiðinu auk margs annars sem getur leitt til betri heilsu og bættra lífsgæða. 

ATH. Námskeiðið dagana 19. – 21. janúar er einungis fyrir konur.

Verð:

65.000 kr 

Dagskrá:

Föstudagur 19. Jan. kl. 18.00-.20.00

Laugardagur 20. Janúar kl. 10.30 - 17.00

Sunnudagur 21. Janúar kl. 9.00 - 16.00

Staðsetning:

Sjálfsrækt - Heilsumiðstöð

Brekkugata 3, Akureyri, 

Um helgina er rifjað upp hvernig streita hefur áhrif á  líkamann. Farið er yfir viðbrögð taugakerfisins við streitu og áföllum.  Einnig er farið í EMDR hópmeðferð fyrir úrvinnslu áfalla, TRE fyrir spennulosun á streitu og til að ná djúpri slökun fyrir líkama og taugakerfi. 

Tilgangur námskeiðisins um helgina er bæði uppbygging og styrking einstaklinga fyrir úrvinnslu áfalla. Einnig aukum við þolmörk líkamans fyrir betra tilfinningalegt jafnvægi. Loks lærum við að tengja betur saman huga og líkama. Það bætir færni okkar við að takast á við streitu og almenna vanlíðan.

Við skráningu færðu sendann spurningarlista og nánari dagskrá fyrir helgina. 

Við munum hittast föstudaginn 19. Janúar á zoom til að undirbúa helgina. Nánari upplýsingar koma eftir skráningu. 

Leiðbeinendur

Sigríður Björnsdóttir M.Sc. Sálfræðingur og EMDR sérfræðingur

Svava Brooks, TRE® Leiðbeinandi

Nánari upplýsingar. [email protected]

 

Umsagnir um námskeiðið:

Frábær innsýn í þessar tvær meðferðir. Gott að fá hjálpartæki með sér heim til að vinna með sjálfur.

Mjög gott og gagnlegt námskeið. Farið yfir mikið efni en öllu gefið góður tími sem passaði vel. Kennarar mjög gefandi og hlýir. Skilaði sér vel hversu mjög þeir brenna fyrir því að gefa af sér og umvefja nemendur sína.

Námskeiðið var mjög ítarlegt og rólega farið í efnið. Leiðbeinendur voru báðar vel að sér í sínum hlutum námskeiðsins, mjög hlýjar og vinalegar í framkomu og mér fannst ég reglulega velkomin hér. Takk kærlega fyrir mig.